Færslur: 2007 Febrúar

10.02.2007 09:26

Leirdals Fagurklukka

Fjóla

Það er að bætast við fjölskylduna okkar því við ætlum að halda henni Fagurklukku eftir. Mun hún bera nafnið Fjóla í daglegu lífi.

09.02.2007 12:51

Sýningarþjálfun

Sýningarþjálfun í Keflavík

Fyrir hundasýningu HRFÍ 3. og 4. mars 2007 verður í reið­höllinni við Mánagrund sunnudagana 11., 18. og 25. febrúar kl. 12. Gjald kr. 500 í hvert sinn.

Sigríður Bílddal

Þórdís María Hafsteinsdóttir

______________________________________________________________________________________

Sunnudagur 4. febrúar kl. 19-20 (ath! breytt tímasetning - Ungir sýnendur)
Stórir hundar kl. 20-21 og litlir hundar kl. 21-22. (Síðasta skiptið í Gusti)

Sýningarþjálfun hefst svo í reiðhöllinni Víðidal 11. og 18. og 25. febrúar.
Tímarnir verða eftirfarandi:
Kl. 16  Ungir sýnendur
Kl. 17 Tegundahópar 7, 8 og10
Kl. 18 Tegundahópar 1, 2, 4, 5, 6
Kl. 19  Tegundahópar 3 og 9

Unglingadeild mun leiðbeina við sýningarþjálfun en sú krafa er gerð til stjórna viðkomandi ræktunardeilda að þær útvegi starfsfólk til að aðstoða við þjálfunina.

Gott er að vera búinn að láta hundinn gera þarfir sínar fyrir tímann og munið að taka með sýningartaum, skítapoka og verðlaunabita fyrir hundana ykkar. Einnig er gott að mæta u.þ.b. 5 mínútum fyrir æfinguna svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

Þjálfunin kostar 500 kr. skiptið og rennur ágóðinn í sjóð til styrktar keppendum í Norðurlandakeppni ungra sýnenda sem fram fer í Svíþjóð seinna á árinu.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698587
Samtals gestir: 215342
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 03:10:10
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu