Færslur: 2007 Desember

24.12.2007 16:22

Ótitlað


Gleðilega Hátíð vinir nær sem fjær

Ég vil líka nota tækifærið og óska öllum Leirdals hvolpunum til hamingju með afmælið sem er í dag 24 des.

Sú fyrsta sem kom var..
 
Leirdals Hjartaklukka (Skíma) hún vóg 200gr við fæðingu.

Alpaklukka (Anja) vóg 260gr við fæðingu

Fagurklukka (Fjóla) vóg 300gr við fæðingu

Bláklukka (Bella) vóg 240gr við fæðingu

Bládrekakollur (Vaskur) vóg 280gr við fæðingu

Gleym mér ei (Perla) vóg 240gr við fæðingu

Bláfífill (Rökkvi) vóg 260gr við fæðingu.

20.12.2007 13:06

Stóri Stokkhólm

Er ekki komin tími á smá blogg?!!
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá fór ég til Svíþjóðar 11.des til að hitta Önnu mína og auðvitað á Stóra Stokkhólm.
Mánudagskvöldið fyrir ferðina var nú óveður á klakanum og mín ekki par hrifin að vera að fara til úglanda í veðurofsa! En viti menn veðrinu slotaði og ég komst í loftið áfallalaust. Þar sem ég fór ein út var nú spennandi að sjá hver yrði ferðafélagi minn á leiðinni út...mér til mikillar ánægju var ungur maður með dreddlokka og hasslykt sem sat við hliðina á mér og hann þessi elska sofnaði á öxlinni minni á leiðinni út og svaf þar og slefaði alla leiðina!!

Við lentum á Arlanda flugvelli og þar beið Anna eftir mér spennt við hliðið. Eftir mikið knús og kossa héldum við leið okkar til Stokkhólms til að sækja Steinar og auðvitað að versla Það var í þessum verlsunarleiðangri mínum sem ég fékk heimsins stærsta hælsæri sem ég hef á ævinni séð! Þá var einhver voffinn heima búin að naga hælinn á skónum mínum og auðvitað nuddaðist járnið í hælnum mig innað beini En eins og sannur Íslendingur lét ég það ekki stoppa mig og verslaði á við fjóra

Á miðvikudeginum fórum við í 
Steninge Slott sem er jólamarkaður og glerblástursverksmiðja.

Tordis og perrinn

Auðvitað versluðum við mikið þar af allskyns jóladóti og svo fórum við Anna í glerblástur. 


Sjáiði ekki hvað ég er "professional"


Anna að blása glerið


Anna einbeitt...


Á fimmtudeginum var síðan tekin góð verslunarsyrpa og verslað á við fimm!
Á föstudeginum var von á góðum félögum frá Íslandi,Albert og Antoni en vegna veðurofsans heima þá var fluginu frestað til laugardags. Þannig að sá dagur var tekin í hvíld eftir allt búðarlabbið og hvílt sig fyrir Stóra Stokkhólm! 
Um kvöldið fórum við síðan í Uppsali og fórum á flottan veitingastað þar sem ég fékk mér beikonvafið lambafillet með salati og bakaðri kartöflu mmmm...bara gott.

Hérna erum við á veitingastaðnum


Laugardagurinn rann upp og við brunuðum til Stokkhólms á hundasýninguna. Mér brá þegar að ég sá höllina! Það voru 3 salir og í hverjum sal voru um 25 hringir,10700 hundar skráðir á sýninguna. Hva bara alveg eins og heima!!!...not...

Mynd númer 5Mynd númer 6

Þessi var nú bara eitthvað svo lítill og sætur að ég bara varð að taka mynd

Mynd númer 2

Já svo sá ég þennan husky...dæmi hver fyrir sig um ágæti hans!

Mynd númer 4

Svo auðvitað var mar alveg límdur við enska cocker hringinn

Mynd númer 7

Ég verð samt að virðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með marga cockerana þarna úti en tíkin sem vann var alveg ofboðslega falleg og tegundinni til sóma. Því miður náði ég ekki mynd af henni því að myndavélin varð batteríslaus..týpískt!

En umfram allt þá var þetta snilldar ferð og alveg ógleymanleg.

  • 1
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698606
Samtals gestir: 215345
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 03:40:44
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu