Færslur: 2008 Janúar

28.01.2008 16:53

Frábært gengi hjá Dan-L´s

Jæja ég var að fá þær fréttir að utan að bróðir hans Brittens JWW06 PLJW06 Dan-L´s Charles Austin  varð danskur meistari um helgina! 

Dómari var Johan Juslin frá Finnlandi

Systir hans Brittens Dan-L´s Sweet Juliet  fékk líka 1. einkunn og meistarastig og þá vantar henni einungis eitt í viðbót til að verða danskur meistari.

Frábær árangur hjá Dan-L´s ræktun.

28.01.2008 09:20

Hundasýnining 1-2 mars

Vil minna alla Leirdals hvolpana að skrá sig á sýninguna hjá Hrfí fyrir 1.feb.

20.01.2008 18:16

Ynja og Blanco í Hnotubergi


Dagurinn í dag var æðislegur í allastaði. Ég og Kolla fórum með Ynju og Blanco í heimsókn í Hnotubergið sem er skammtímavistun fyrir fatlaða. Þau tóku okkur opnum örmum og var mikið stuð á þessum hressu krökkum.


 Blanco,Kolla og Ynja með vinum í Hnotuberginu.


Ynju fannst mest spennandi í eldhúsinu enda fékk hún skinku og harðfisk...


Svo vildu þau leika líka við þau og auðvitað var boðið upp á snjóbolta!

Það er auðvitað fleiri myndir í albúminu hér að ofan.
Við þökkum bara kærlega fyrir daginn...

Bestu kveðjur Dísa Mæja

17.01.2008 19:04

Dísa og nýja myndavélin...

Nú er mar búin að festa kaup á drauma myndavélinni, Canon EOS 400D.
Þannig að núna á ég örugglega eftir að drekkja ykkur í myndum á næstunni eða allavega þangað til að nýjabrumið fer af!

Tók nokkrar myndir í dag þegar ég fór með stelpurnar í snjógöngu eða eins og kaninn segir..snowpowerwalk !

En þetta er að ég held The úlfamynd ársins bara ! eða hvað finnst ykkur?!

Ynja í rökkrinu...

Bestu kveðjur Dísa snow queen

P.s Fleiri myndir í albúminu

12.01.2008 13:30

Ynja að dragaJá sæll já fínt... Við fórum í gær upp í Skálafell og prufuðum að láta Ynju og Blanco að draga sleða. Þetta gekk alveg glimrandi vel miðað við að Ynja mín hefur aldrei gert þetta áður.
En það var eins og hún hefði aldrei gert neitt annað en að draga!!

Og hún vildi vera FREMST enda alfa tík heheh...

Ég læt bara myndirnar tala sínu máli...

Við að byrja að draga hérna og auðvitað Ynja fremst!


Þau voru svo dugleg (Takið eftir Sölku að hlaupa líka)


Svo fór Siggi með Blanco og Neró...Ynja var ekki sátt!


Það er bara eitthvað svo fallegt við þetta..Strekktur taumur..


En endilega kíkið á fleiri myndir í albúminu..Ynja í Skálafelli.

Bestu kveðjur Dísa sleðadrotting


07.01.2008 12:23

Sumarmyndir


Ég var að fá sendar myndir frá því í sumar þegar að ég og Hildur fórum með gengið okkar út á Háabjalla.
Gaman að fá svona sumar myndir þegar að það er frost á Fróni!

Salka mín..


  Þórir sætasti...


Fjóla að synda...


Fjóla að skoða jólatréð í vatninu...


Ynja fallegust...


07.01.2008 09:02

Danirnir heim...

Jæja nú er ég búin að panta flug fyrir danina mína heim! 

Ég fer út 10 febrúar til Danmörku og gisti hjá Helle ræktandanum mínum eina nótt. Flýg svo heim með bæði Memphis og Britten 11.febrúar.

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Britten ekki getað komið fyrr heim(seinkun á opnun Hvatastaða og fleirra). Eina góða í því er að núna hafa  þau félagsskapinn af hvort öðru í einangrunninni.
  • 1
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 515
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1552752
Samtals gestir: 200062
Tölur uppfærðar: 25.2.2021 16:34:37
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu