Færslur: 2008 Febrúar

25.02.2008 10:13

Þórir á sleðaBest að koma með smá blogg núna..

Memphis og Britten hafa það ofsalega gott í einangrunarstöðinni í Hrísey. Þau borða og eru kát,glöð og heilbrigð  er hægt að biðja um meira?!!
Kiddi er duglegur að senda mér e-mail til að leyfa mér að fylgjast með þeim og þakka ég honum vel fyrir það.
Ég mæli eindregið með þessari einangrunarstöð ég er allavega búin að fá frábæra þjónustu.

Það var stuð á bænum mínum um helgina þar sem Karen og Bragi voru hjá okkur.Fyrir þá sem ekki vita er Karen barnapían mín og Bragi er bróðir hennar. Þannig að hér voru 3 hundar og þrjú börn..geri aðrir betur. Það var nú ýmislegt brallað um helgina. En í í gær fórum við uppí móa fyrir ofan hús og leyfðum hundunum að hlaupa og Ynja fékk líka að draga Þórir í snjóþotunni.
Jeminn einasti hvað allir skemmtu sér vel..bæði hundar og börn.

Ég læt nú fylgja nokkrar myndir af herlegheitunum !


Ynja Bynja og Þórir..sjáiði hvað er gaman hjá þeim?!!Þetta fannst Þóri æðislegt!Krúttin hennar mömmu sinnar!

Þangað til næst..Dísa Mæja

11.02.2008 22:15

Memphis og Britten komin til landsins


Benjamin Britten


Britten í gærkvöldi að pósa fyrir "mömmu"

Loksins loksins eru Danirnir lentir á klakanum!

Ég fór til Danmerkur í gær og kom með þau heim seinnipartinn í dag.

Þau voru ofsalega fyndin á flugvellinum úti,bara að skoða fólkið og tékka á mannlífinu. Ekki mikið stress á þeim bænum!

Svo stóð ég með nefið klesst upp við gluggann þegar að ég sá þau koma burrandi með flugvallarstarfsmanni sem setti þau í vélina.
Mikið var ég fegin að sjá að þau voru  að koma í rétta vél og ekki í Turkish air eða eitthvað álíka!

Flugið gekk snuðrulaust fyrir sig og þau voru útskrifuð af Keflavíkurflugvelli án athugasemda frá héraðsdýralækni.
Svo var Kristinn í einangrunarstöðinni í Hrísey að hringja og þau eru komin til hans og búin að borða og drekka og vilja svo bara knús! Eins og ég sagði þá eru þau ekki mikið að kippa sér upp við eitthvað svona! hehe..

En auðvitað tók ég myndir af þeim og læt ég nokkrar fylgja hér en annars eru fleiri myndir í albúminu.


Hérna er Memphis


Er ég ekki fín?!!


Þangað til næst...

Kv.Dísa


05.02.2008 17:20

Sýningarþjálfun í Keflavík

Sýningarþjálfun verður í Reiðhöllinni við Mánagrund í Keflavík næstu 3 laugardaga 
9. 16. 23.febrúar

Litlir hundar eru kl 17:00
Stærri hundar eru kl 18:00

Leiðbeinendur eru Sigríður Bílddal og Þórdís Hafsteinsdóttir.

Skiptið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði í sjóð til styrktar keppendum í Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Gott er að vera búinn að láta hundinn gera þarfir sínar fyrir tímann og munið að taka með sýningartaum, skítapoka og verðlaunabita fyrir hundana ykkar. Einnig er gott að mæta u.þ.b. 5 mínútum fyrir æfinguna svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

01.02.2008 08:55

ný deildarsíða hjá enska cockernum

Já það er komin ný síða hjá deildinni okkar. http://www.123.is/enskurcocker/default.aspx?page=home

Hvet ég alla sem eiga Enskan Cocker Spaniel til þess að senda inn upplýsingar varðandi þeirra hunda ásamt mynd. 

Nafn hunds, bæði í ættbók og það sem er notað venjulega:
Foreldrar:
Kyn:
Ræktandi:
Eigandi:
Skapgerðamat: Hvort því sé lokið eða ekki
Augnskoðun: Hvort henni sé lokið eða ekki, og hverjar niðurstöðurnar eru

Litur:

HD: Hefur hundurinn verið mjaðmamyndaður?  Ekki samt skylda hjá Enska Cockernum

Fædd/ur:
Sýningarárangur:
Gaman væri að fá mynd með til að setja á síðuna!


sendist á enskurcockerspaniel@gmail.com

Endilega láta alla ECS eigendur vita!

  • 1
Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 515
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1552718
Samtals gestir: 200060
Tölur uppfærðar: 25.2.2021 16:01:25
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu