Færslur: 2008 Mars

27.03.2008 16:21

daglegt líf

Nú eru Britten og Memphis búin að vera hjá okkur í að verða 2 vikur og enn gengur vel. Þau eru svo yndisleg!


Memphis og Britten

Eina vandamálið er að ég er alltaf að reyna að ná góðri mynd af Britten en hann verður alltaf þetta líka aulalegur í framan,eins og sést greinilega á myndinni hér fyrir ofan. Bölvuð synd þar sem hann er svo andlitsfríður en um leið og ég ætla að smella af honum mynd þá sígur hausinn niður og þetta er afraksturinn...aula seppi!!

Salka er núna á 10 degi lóðarís og nú fer fjörið að byrja. Britten er farinn að veita henni áhuga og hún honum. Það verður gaman að sjá hvað gerist hjá þeim um helgina. Það verður örugglega sjúddi rarí rei !

Ynja mín lá á hleri þegar að ég bað Sölku mína um að bíða með að lóða til að ná Britten þegar hann kæmi heim,því hún er líka byrjuð að lóða!!
Salka seinkaði sér og Ynja flýtti sér. En í sjálfu sér er það eðlilegt að þær stilli sig saman. Þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað Britten er orðinn ruglaður!!

Þórir minn er ekki að kippa sér mikið upp við tvo nýja hunda. Hann er alveg orðinn ástfanginn af Memphis og hún af honum. Þau eru eins og Bonnie and Clyde-partners in crime..alltaf stelandi kexi og svo hlaupa þau inní stofu og háma í sig kexpakkann!
Svo heyri ég í honum segja..Memfí þú einn..og Hórir (Þórir) einn.


Hérna eru þau að deila pela.

Myndir frá páskunum eru í albúminu hér uppi.
Þangað til næst... Dísa Mæja

23.03.2008 11:04

Áhugaverð lesning


                                               Easter Black Parti Cocker
Ég eins og margir aðrir, á mér svona heimasíðu rúnt..kíki á vini og vandamenn og síðan auðvitað það sem mestu skiptir máli-hundasíður ;)

Ég var í morgun eins og alla aðra morgna að fara heimasíðu rúntinn minn og rakst á svona helvíti fína grein hjá henni Ólöfu sem er með bulldog ræktun og verslunina Líbu.
Mér finnst þetta svo skemmtileg og áhugaverð lesning að ég hef ákveðið að blasta þessu hérna hjá mér líka.

Því miður er Ólöf ekki með gestabók á síðunni sinni en ég held að margir séu mjög sammála henni með þessum pistli -og jú margir ósammála;)

En endilega tékkið á þessu..slóðin er 
http://bulldog.is/?c=frettir&id=35&lid=&pid=

Þangað til næst Dísa Mæja

18.03.2008 09:20

Danirnir komin heim

Langþráður draumur er loksins orðin að veruleika!
Dog/Puppy King & Queen (Brown)

Memphis og Britten eru komin heim til okkar.
Spenningurinn var í hámarki á laugardagsmorgun þegar að við sáum ferjuna nálgast Árskógarsand meðan við biðum á bryggjunni. Svo sáum við þau..tvö búr og Kidda sem er með Hvatastaði. Við hentumst út úr bílnum og rukum að búrunum tveimur og settum ólar í hundana inní búrunum og viti menn...þau komu bara út úr búrunum sínum og dilluðu sér eins og um gamla vini væri um að ræða! Ekkert stress , bara dillandi kátir hundar.

Kiddi og konan hans hafa augljóslega hugsað vel um seppana okkar því að þau voru mjög hænd Kidda og vildi eiginlega knúsast meira í honum. Það finnst mér segja meira en orð! Ég get bara ekki líst því hvað ég er ánægð með þjónustuna á Hvatastöðum. Algjörlega til fyrirmyndar. Takk Kiddi!

Mér kveið soldið fyrir að kynna Memphis og Britten fyrir hundunum sem biðu heima en viti menn þetta er búið að ganga eins og í lygasögu. Nema það að þeim finnst Ynja mín svolítið stór og mikil brussa en það kemur væntanlega með tímanum.

Let's Go! Dog/Puppy (Brown)

Ég fór síðan með Memphis á sunnudaginn í hesthúsin á hlýðniæfingar sem við erum nokkrar með. Hún var nú ekki mikið að kippa sér upp við hestana,fólkið og alla hundana sem þar voru. Við fórum nú bara í gamni og líka í umhverfisþjálfun en hún stóð sig svo vel að við förum farnar að taka alveg nokkrar æfingar,þar á meðal innkall  þá stóð ekki á minni!! Búnar að þekkjast í nokkra klukkutíma og mín sko alveg til í að vinna með mömmu sinni! 
Agility (Let?s Go!) Puppy/Dog (Brown)  Weave Woes - Dog AgilityWatch This! Dog

Svo eru allir að kynnast hvor öðrum núna og eins og ég sagði áðan þá gengur þetta ofsalega vel. Ég set svo inn myndir af þeim við tækifæri.

Og á ég að segja ykkur leyndarmál?!!

Ég var búin að biðja Sölku mína um að bíða með að lóða og hinkra eftir danska prinsinum. Viti menn hún byrjaði í gær að lóða þannig að núna verður spennandi að sjá hvað gerist!!

Kære Helle og Per.
Vi vil takke jer så meget for at trøste os for de 2 guldklumpe som lige har kommet hjem.. endelig!  
De er bare så dejlig, tusind tusind tak.

12.03.2008 08:25

Memphis og Britten úr einangrun

Ef að þið hafið ekki tekið eftir teljaranum hérna á síðunni þá bið ég ykkur að kíkja á hann.
Þar stendur Memphis og Britten úr einangrun -1 dagur

Þetta er ekki villa því þau "losna" á morgun. Við höfum ákveðið að í staðinn fyrir að láta senda þau suður með flugi, þá ætlum við hjónin að bruna norður á föstudaginn.
Við erum svo spennt að fá þau að við getum varla beðið!  Ég meina eruð þið að átta ykkur á þessu...þau eru að koma heim! 

                      Svo erum við búin að vera með árlegan gest hjá okkur núna..hann Sesar "bró". Hann Sesar er sheltie og foreldrar mínir eiga hann. Mamma og pabbi fara alltaf tvisvar út á ári sem sagt í mars og október og viti menn þá er Sesar bró alltaf í hárlosi..Thanx mom!
En hann er nú samt óttalegt rassgat þó svo að ljósakrónurnar í húsinu eru loðnar af hundahárum                        

                                

En jæja þetta verður ekki lengra í bili..vildi bara láta alla vita að þau eru að KOMA HEIM!

Þangað til næst...Dísa Mæja
03.03.2008 09:52

Mars sýning HRFÍ

Leirdals Fagurklukka BOBSýningin er nú að baki og það gekk aldeilis vel hjá mínum dömum !

27 siberian husky skráðir á sýninguna og Múla Ynja var 3 besta tík tegundar og fékk glimrandi fínan dóm. Ótrúlegt með þessa tík hvað það er gaman að sýna hana. Hún tröttar eins og hermaður og stendur eins og hún geri aldrei neitt annað. Alltaf gaman að sýna svona hunda!

Í enska cockernum voru 15 skráðir á sýninguna og Leirdals Fagurklukka (Fjóla) var besta tík tegundar með sitt annað meistarastig einungis 14 mánaða gömul ! Svo gerðum við okkur lítið fyrir og unnum líka meistara rakkann þannig að hún var besti hundur tegundar !!

Ég er svo yfir mig stolt af stelpunum mínum !

Ég vil líka nota tækifærið og vera væmin og segja að mér þótti ofsalega vænt um fólkið sem stóð með okkar og fagnaði eins og það átti lífið að leysa þegar að við unnum.
Takk fyrir það elskurnar mínar!!

Þangað til næst Dísa Mæja

Var að fá sent í pósti ræktunardóminn hjá Leirdals ræktun

Breeders group:               Judge ..Marija Kavcic frá Slóveníu.


Really exl group
3 bitches of outstanding quility
Beautiful even heads,sound body and moves well
well balanced and even in size and coat.
                    

Svo í gamni þá ætla ég að láta dóminn hennar Fjólu líka fylgja með

Dómurinn hennar:

Exelent type, very nice head+expression
Dark soft eyes and long ears.
Exelent topline and well developed body
Sound legs and feet
Exelent movements and exelent coat.  • 1
Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698740
Samtals gestir: 215353
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 04:45:55
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu