|
|
Færslur: 2008 Mars27.03.2008 16:21daglegt lífNú eru Britten og Memphis búin að vera hjá okkur í að verða 2 vikur og enn gengur vel. Þau eru svo yndisleg! 23.03.2008 11:04Áhugaverð lesning![]() Ég eins og margir aðrir, á mér svona heimasíðu rúnt..kíki á vini og vandamenn og síðan auðvitað það sem mestu skiptir máli-hundasíður ;) Ég var í morgun eins og alla aðra morgna að fara heimasíðu rúntinn minn og rakst á svona helvíti fína grein hjá henni Ólöfu sem er með bulldog ræktun og verslunina Líbu. Mér finnst þetta svo skemmtileg og áhugaverð lesning að ég hef ákveðið að blasta þessu hérna hjá mér líka. Því miður er Ólöf ekki með gestabók á síðunni sinni en ég held að margir séu mjög sammála henni með þessum pistli -og jú margir ósammála;) En endilega tékkið á þessu..slóðin er http://bulldog.is/?c=frettir&id=35&lid=&pid= Þangað til næst Dísa Mæja 18.03.2008 09:20Danirnir komin heimLangþráður draumur er loksins orðin að veruleika! ![]() Memphis og Britten eru komin heim til okkar. Spenningurinn var í hámarki á laugardagsmorgun þegar að við sáum ferjuna nálgast Árskógarsand meðan við biðum á bryggjunni. Svo sáum við þau..tvö búr og Kidda sem er með Hvatastaði. Við hentumst út úr bílnum og rukum að búrunum tveimur og settum ólar í hundana inní búrunum og viti menn...þau komu bara út úr búrunum sínum og dilluðu sér eins og um gamla vini væri um að ræða! Ekkert stress , bara dillandi kátir hundar. Kiddi og konan hans hafa augljóslega hugsað vel um seppana okkar því að þau voru mjög hænd Kidda og vildi eiginlega knúsast meira í honum. Það finnst mér segja meira en orð! Ég get bara ekki líst því hvað ég er ánægð með þjónustuna á Hvatastöðum. Algjörlega til fyrirmyndar. Takk Kiddi! Mér kveið soldið fyrir að kynna Memphis og Britten fyrir hundunum sem biðu heima en viti menn þetta er búið að ganga eins og í lygasögu. Nema það að þeim finnst Ynja mín svolítið stór og mikil brussa ![]() ![]() Ég fór síðan með Memphis á sunnudaginn í hesthúsin á hlýðniæfingar sem við erum nokkrar með. Hún var nú ekki mikið að kippa sér upp við hestana,fólkið og alla hundana sem þar voru. Við fórum nú bara í gamni og líka í umhverfisþjálfun en hún stóð sig svo vel að við förum farnar að taka alveg nokkrar æfingar,þar á meðal innkall þá stóð ekki á minni!! Búnar að þekkjast í nokkra klukkutíma og mín sko alveg til í að vinna með mömmu sinni! ![]() ![]() ![]() Svo eru allir að kynnast hvor öðrum núna og eins og ég sagði áðan þá gengur þetta ofsalega vel. Ég set svo inn myndir af þeim við tækifæri. Og á ég að segja ykkur leyndarmál?!! Ég var búin að biðja Sölku mína um að bíða með að lóða og hinkra eftir danska prinsinum. Viti menn hún byrjaði í gær að lóða þannig að núna verður spennandi að sjá hvað gerist!! ![]() Kære Helle og Per. Vi vil takke jer så meget for at trøste os for de 2 guldklumpe som lige har kommet hjem.. endelig! De er bare så dejlig, tusind tusind tak. 12.03.2008 08:25Memphis og Britten úr einangrunEf að þið hafið ekki tekið eftir teljaranum hérna á síðunni þá bið ég ykkur að kíkja á hann. Þar stendur Memphis og Britten úr einangrun -1 dagur. Þetta er ekki villa því þau "losna" á morgun. Við höfum ákveðið að í staðinn fyrir að láta senda þau suður með flugi, þá ætlum við hjónin að bruna norður á föstudaginn. Við erum svo spennt að fá þau að við getum varla beðið! Ég meina eruð þið að átta ykkur á þessu...þau eru að koma heim! ![]() ![]() Svo erum við búin að vera með árlegan gest hjá okkur núna..hann Sesar "bró". Hann Sesar er sheltie og foreldrar mínir eiga hann. Mamma og pabbi fara alltaf tvisvar út á ári sem sagt í mars og október og viti menn þá er Sesar bró alltaf í hárlosi..Thanx mom! En hann er nú samt óttalegt rassgat þó svo að ljósakrónurnar í húsinu eru loðnar af hundahárum ![]() En jæja þetta verður ekki lengra í bili..vildi bara láta alla vita að þau eru að KOMA HEIM! Þangað til næst...Dísa Mæja 03.03.2008 09:52Mars sýning HRFÍLeirdals Fagurklukka BOB
Flettingar í dag: 115 Gestir í dag: 45 Flettingar í gær: 175 Gestir í gær: 61 Samtals flettingar: 1327787 Samtals gestir: 177510 Tölur uppfærðar: 6.12.2019 10:06:38 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is