Færslur: 2008 Apríl

22.04.2008 11:18

Mínar pælingar

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja á þessari færslu. Ég er margoft búin að byrja og stroka út og byrja og stroka meira út. 

Ég er búin að fylgjast með hundaspjöllum eins og hvert annað "hundabarn" og ég verð að segja að þessi þróun okkar í hundamálum er í einu orði sagt SORGLEG!

Inná þessum spjöllum er fólk stöðugt að finna að og drulla yfir náungann. Það er sárasjaldan sem mar sér skemmtilegan þráð þar sem fólk samgleðst öðrum.

Ég sjálf hef lent í klóm netskrímsla þar sem fundið var að mínum högum. Ég ætla ekki að reyna að útskýra fyrir fólki sem að ég tel að hefur engan áhuga á tegundinni minni af hverju ég geri hvað og af hverju.

Svo er núna eitt sem ég rak augun í núna á dögunum og það er þráður um brons próf/æfingu og hlýðni 1 próf / æfingu. Nú eru þessi próf ekki viðurkennd hjá HRFÍ sem þreytt voru nú á dögunum hjá DÍ.
Ég segi bara hvað er að !

Ef að við treystum ekki fyrrverandi hundaskólastjóra HRFÍ til að dæma hlýðni próf þá segi ég bara guð hjálpi okkur öllum.

Er kergjan svona mikil að við erum tilbúin að skiptast í tvær einingar og tuða svo okkar á milli þangað til við verðum blá í framan. Erum við virkilega það fullkomin að við getum leyft okkur að stöðugt að baktala og finna að náunganum? Ekki er ég það.
Ég er ekki fullkomin,langt frá því..en ég læri eins lengi og ég lifi.

Öll þykjumst við vera að gera "rétta" hluti,hver getur dæmt það hver hafi réttast fyrir sér.Einungis tíminn mun leiða það í ljós. Því ég vona í mínu hjarta að öll þessu vitleysa sé sprottin af því að þú heldur að þú sért að gera rétt.

En hvernig væri að reyna að sjá hvað er gott hjá viðkomandi? Get ég lagt eitthvað af mörkunum með minni innsýn til að hjálpa til? Erum við ekki öll að vinna að sama markmiði? Eða er ég bara að misskilja þetta?

Ég vona að við getum farið niður af okkar háa hesti einn daginn og sagt ; þetta vinnst ekki eitt og sér við þurfum að standa saman og miðla áfram upplýsingum sem við eigum og höfum lært.

Ég viðurkenni fúslega að ég hélt að ég vissi mikið um mína tegund og mína hunda en sem betur fer læri ég eitthvað nýtt á hverjum degi því að ég er opin fyrir því sem reyndara fólk hefur að segja mér. Það ber að virða..þau eru með árin af reynslu..ég er bara nýgræðingur sem vill að fólk hætti að kýtast og vinni saman!
Við hljótum að sjá það að það er hagur okkar allra !

Þangað til næst ...Dísa Mæja

16.04.2008 09:11

16.apríl

A'La Þórir


Þetta er listaverk eftir hinn margrómaða Hórir..

Svona lagað er nú daglegt brauð á mínu heimili.

Gemsar ofan í klósetti,teikningar á veggjum (hann er svo listrænn) ,þvotturinn úti á túni eftir að hann uppgötvaði að henda fötunum sínum út um gluggann!,snyrtingar á enskum cockerum og reitingar á huskyum...
já og henda öllu út úr ísskápnum á meðan að mamma hans er að ryksuga..henni til mikilla ánægju!!

Svona mætti lengi telja.. 

Þannig að þeir sem vilja snyrtingu fyrir cockerana sína þið vitið hvert þið eigið að hringja!!

Þangað til næst...Þórdís sem er að fara að tékka hvað villingurinn er að gera!

14.04.2008 08:53

Augnskoðun

Augu clear...


Hérna er Britten og Memphis að krútta mömmu sín..

Við fórum í augnskoðun á föstudaginn síðasta með Sölku og Britten og að sjálfsögðu eru þau með Clear augu.

Þau voru bæði með gilt augnvottorð þegar þau voru pöruð en þar sem ég vil hafa allt mitt á hreinu þá fór ég með þau núna því að gömlu vottorðin þeirra renna út á þessu ári.

Svo fara Memphis og Fjóla í haust.

Svo er nú eitthvað farið að sjást til sólar því að ég get loksins sett inn nýjar myndir úr tölvunni minni.
En ég fékk þessa mynd senda frá henni Ágústu frá því að að Fjóla var var snyrt fyrir síðustu sýningu.

Sjáiði tíkina hvað hún er glæsileg!


Leirdals Fagurklukka "Fjóla" Mars 08

Fjóla mars 08

Já þetta er ein glæsilegasta tík á landinu. 


Svo fékk ég líka sendar myndir af honum Rökkva..Leirdals Bláfífil


Rökkvi sæti strákur .. Leirdals Bláfífill

Leirdals Bláfífill.."Rökkvi"Dísa Mæja...sem er alveg í stuði núna víst að 123.is kerfið er að lagast!


07.04.2008 10:55

Fallegasta barnið

                              

                          

                      Hann á afmæli í dag 
                      hann á afmæli í dag 
                      hann á afmæli hann Þórir 
                      hann á afmæli í dag

 

Já fallegasta barnið á 3 ára afmæli í dag! ótrúlegt að hann sé orðinn 3 ára gamall..ég meina ég átti hann í gær..kannski fyrradag !

Við héldum að sjálfsögðu upp á afmælið síðasta laugardag ásamt fjölda vina og ættingja. Þórir var alveg bit á þessu og skildi ekki alveg allt þetta pakkaflóóóð!!

En ég ætla að blogga meira um þetta síðar þar sem 123 kerfið er ekki að virka þessa stundina og ég get því miður ekki sett inn myndir af "stóra stráknum" mínum.

Þangað til næst...Dísa sem á 3 ára strák! 

  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698620
Samtals gestir: 215347
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 04:13:41
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu