Færslur: 2008 Maí

30.05.2008 19:29

Júní sýning

                                     Senn líður að sýningu..

Já það er komið að því !!
Sumarsýning HRFÍ verður haldin helgina 28-29 júní næstkomandi í reiðhöllinni í Víðidalnum.

Við erum....afsakið.....ÉG er mikið búin að pæla og spekúlera hverja ég eigi að sýna á þessari sumarsýningunni. Þetta er svona þegar að mar á orðið svona mikið af hundum til að velja um !! Nei djók..
En eftir mikið tuð (við sjálfa mig) þá hef ég ákveðið að
Múla Ynja, Leirdals Fagurklukka, Dan-L´s  Memphis og Dan-L´s Benjamin Britten fara öll á sumarsýninguna að þessu sinni.

Þannig að það verður mikið um að vera hjá okkur á þessari sýningu en til þess er leikurinn gerður og að sjálfsögðu ætlum við að fara og skemmta okkur vel eins og alltaf ! 

Bestu kveðjur Dísa Mæja...sem vill endilega fá að vita um fleiri sem eru búnir að skrá á sýninguna :)

 

27.05.2008 13:16

Ársfundur

Fundarboð
 
Enska Cocker Spaniel deildin boðar til ársfundar deildarinnar fimmtudaginn 29.maí kl 20:00 í Sólheimakoti.
 
Dagskrá fundarins er:  Kosning í stjórn  
                             
                                     Venjuleg aðalfundarstörf
 
                                     Önnur mál
 
Við hvetjum fólk eindregið að mæta þar sem þetta er kjörið tækifæri fyrir ykkur að koma með tillögur að bættri deild.
 
Minnum á að einungis meðlimir hundaræktarfélagsins og Ensku Cocker deildarinnar hafa kosningarétt.

21.05.2008 18:18

Purple is the new pink !

Litalagið

Gulur
, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

Brúnn,bleikur banani,

appelsína talandi.

Gulur, rauður, grænn og blár

svartur, hvítur, fjólublár.

Ég er búin að finna skóna!  " stelpur fyrir júní sýninguna "!!

En svona grínlaust þá er Þórir svo duglegur að tala og er stundum eins og Rúv (non stop all the time) .
En það er bara gaman að því því að hann er líka svo duglegur að syngja og þetta er einmitt eitt af þeim lögum sem hljóma nú allan daginn hér heima fyrir.

Leikskólalagið

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman
leika úti og inni
og allir eru með.

Hnoða leir og lita
þið ættuð bara að vita,
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.

Æji það er bara gaman að þessu..mar á að njóta þess á meðan það er.

Þangað til næst Dísa Mæja ...sem er að verða fjólublá ;)

14.05.2008 18:42

Fallegt veður

 
Set inn hérna nokkrar myndir úr veðurblíðunni undafarna daga.

Hérna erum við í móanum að reyna að stilla okkur upp..gasalega sætar allar þrjár..
Salka ,ég og Memphis


Hérna er svo "litla ljót" eða Memphis (sem er angalöng og hallærisleg í augnablikinu)Hérna er svo Britten sem er alveg að fíla veruna á Íslandi;)


Hér er svo mynd sem átti að vera af okkur "mæðgunum" en þar sem Frosti vildi endilega fá að vera með þá er hérna fínasta mynd af okkur öllum.


Njótið blíðunnar :)

13.05.2008 21:56

Til sölu

                                          

                            TIL SÖLU SELT


Suzuki GSXR 1000 árgerð 2003..verð 700þús

Upplýsingar í síma 868-9455 Þórdís

07.05.2008 11:36

Sámur komin í hús

Nú var hundablaðið Sámur að detta inn um lúguna hjá mér og eins og ávallt er blaðið sneisa fullt af góðum greinum og fróðleik.

Ég rak augun í dómaraviðtalið og þar sagði Marija Kavcic dómari að Golden retriever og enskur cocker spaniel voru að hennar mati góðir og
ræktunarhópurinn hjá enska cocker spaniel var að hennar mati FRAMÚRSKARANDI !!


Hérna eru stelpurnar mínar og handlerar, Linda og Sedda.

Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti að þetta er mikið hól en sjáiði líka hvað ræktunarhópurinn minn er vel sýndur.

Þúsund þakkir Linda og Sedda. Þið vitið hvað þið verðið að gera á næstu sýningu ;)

Þangað til næst Þórdís...sem er alveg í skýjunum

04.05.2008 23:13

Bróðir Memphisar


Dan-l's Chicago

Já ég var að fá sendar fréttir að gotbróðir Memphisar Dan-L's Chicago varð Europa Junior Winner ,Junior CC og BEST OF BREED í Dortmundt, Þýskalandi í dag einungis 9 mánaða gamall !!    Geri aðrir betur ! 

01.05.2008 18:39

Sumarið er tíminn...

Leirdals ræktun vill óska öllum gleðilegs sumars !

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698587
Samtals gestir: 215342
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 03:10:10
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu