Færslur: 2008 Júní

29.06.2008 20:08

úrslit sýningar

Dan-L's Benjamin Britten BOB1 BIG4
Leirdals Fagurklukka BOB2
Dan-L's Memphis 4 besta tík tegundar !!!


Britten og Fjóla sem bestu hundar tegundar

Já þetta var sko aldeilis helgin okkar. Memphis litla stelpan fékk fyrstu einkunn og meistaraefni og varð 4 besta tík tegundar. Fjóla mín fékk fyrstu einkunn ,meistaraefni,meistarastig ,varð besta tík tegundar og varð besti hundur tegundar 2  og síðast enn ekki síst þá kom Britten sá og sigraði því hann fékk fyrstu einkunn meistaraefni ,meistarastig,besti rakki tegundar og besti hundur tegundar 1 og varð í 4 sæti í grúbbu úrslitum ! Er hægt að biðja um það betra ?!!
Við erum alveg í skýjunum hérna heima !

Ætla að vera pínu væmin núna því að ....
ég vil þakka öllum fyrir góðar kveðjur og símtöl eftir sýningu og vil bara segja hvað okkur þykir vænt um það. Ég vil einnig þakka Sjönu minni og Auði fyrir að standa sig eins og hetjur á sýningardag og hjálpa mér með hersinguna mína. Ég hefði aldrei getað þetta án ykkar ! Þið eruð æði ! Þið eruð hér með pantaðar fyrir næstu sýningu ;)

Bestu kveðjur Dísa Mæja .....sem er ennþá að jafna sig eftir helgina ;)

22.06.2008 12:15

Eru ekki allir í stuði !!!

Memphis til í sýningu..


Sem betur fer er Memphis búin að lóða. Mikið lagt á Britten kallinn þessa dagana.
Við fórum í síðustu göngu sumarsins hjá ensku deildinni síðasta sunnudag við Hvaleyrarvatn og viti menn Britten lét sig hverfa.
Við leituðum í 5 klukkutíma að hundinum og búið að hringja út um allt að leita og Sjana komin úr Garðinum til að aðstoða.Hann gjörsamlega gufaði upp hundurinn. En þegar að við vorum við að gefa upp von þá hringdi síminn og Britten fannst á reykjanesbrautinni á leiðinni heim til Memphisar..takk fyrir takk...Gaurinn bara á töltinu á highwayinu !

Ég get ekki lýst því hvað ég var ánægð að sjá kallinn aftur þegar að við fórum að sækja hann til hundafangarans..já ég sagði hundafangarans..hann sótti hann út á braut og því þurftum við að borga 21500 kr fyrir að "frelsa" hann.
En allt er gott sem endar vel!

Enska cocker deildin á núna að aðstoða á sýningunni. Ég og los Gvendos ætlum að fara á fimmtudaginn og aðstoða við að setja upp sýninguna. Ég vona að við séum búin að finna í hinar stöðurnar sem deildin átti að skaffa í.
Ótrúlegt hvað fólk er allt í einu busy þegar að kemur að því að vinna í sjálfboðavinnu

En people eruð þið að átta ykkur á því að sýningin er næstu helgi !! OMG

Hér er búið að vera brjúl að gera. Sýningarþjálfanir og meiri sýningarþjálfanir...
Við Sjana erum búnar að vera ógó duglegar að sýningarþjálfa okkar hunda.
Greyið Sjana hún er búin að fara núna í svona Cocker 101 þjálfun ásamt Auði, þar sem ég get ekki þjálfað alla á sama tíma og því er gott að eiga góða vini sem eru tilbúnir að aðstoða mann. Fjóla og Memphis fóru á miðvikudaginn síðasta í sýningarþjálfun með Sjönu þar sem ég var að aðstoða hina þá gat ég ekki verið með þær sjálf. Ég verð nú að segja að þær stóðu sig allar rosalega vel miða við það að Sjana er nú vön að þurfa að spretta með Sjeffarna sína ...henni fannst þetta örugglega vera óttalegt dótl;)

En hér eru allir bara klárir í slaginn og við bíðum spennt eftir sýningunni næstu helgi.

Britten minn í uppstillingu.


Bestu kveðjur Dísa Mæja...sem er farin út að sleikja sólina...

17.06.2008 09:18

Afmæli
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Memphis
Hún á afmæli í dag

07.06.2008 16:25

Ó'mæ

Ég gleymi alltaf að láta vita þegar að ég set inn nýjar myndir..

En allavega þá eru komnar myndir hjá mér HÉR


Endilega kíkið..

Bestu kveðjur Dísa Mæja...Sem er farin að hlakka all svaðalega til sýningar !

04.06.2008 14:11

Sýningarþjálfun í Keflavík

Sýningarþjálfun verður í Reiðhöllinni við Mánagrund í Keflavík á miðvikudögum sem hér segir:

Miðvikudagurinn 11 júní kl 19:00

Miðvikudagurinn 18 júní kl 18:00 litlir hundar 19:00 stærri hundar
Miðvikudagurinn 25 júní kl 18:00 litlir hundar 19:00 stærri hundar

Leiðbeinendur eru Sigríður Bílddal og Þórdís Hafsteinsdóttir.

Skiptið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði í sjóð til styrktar keppendum í Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Gott er að vera búinn að láta hundinn gera þarfir sínar fyrir tímann og munið að taka með sýningartaum, skítapoka og verðlaunabita fyrir hundana ykkar.

Einnig er gott að mæta u.þ.b. 5 mínútum fyrir æfinguna svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

  • 1
Flettingar í dag: 1013
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 562
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1554370
Samtals gestir: 200158
Tölur uppfærðar: 27.2.2021 21:24:40
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu