Færslur: 2008 Júlí

29.07.2008 19:56

Sundferð í hitanum

"Guuuuummi eigum við ekki vöðlur?"  ha jú..akkuru ?

Æji ég er að fara að vaða með hundunum....

Er mar orðin klikk eða hvað?!!  En vitiði það að mælirinn í bílnum sýndi 18 gráður á leiðinni á Snorrastaðatjarnir og skýjað,eiginlega sem betur fer. Við mættum á staðinn með 5 hunda og vöðlur og jú Sjönu sem var myndasmiður í þessari ferð:)Mér finnst bara þeir hjá vöðlufyrirtækinu ættu bara að hafa samb.við mig vegna einstakra fyrirsætu hæfileika!


Fjóla bóla stóð sig ekkert smá vel í þessari ferð,því áður en við vissum af var hún farin að synda eins og hún hafi aldrei gert neitt annað um ævina. Þá eru vonandi þessir busludagar liðnir,þar sem er vaðið upp að spenum og síðan ekkert meir...

Hérna leynir sér ekki stolt ungamamma þegar að unginn fer sjálfur að synda.


Uuuu eigum við ekki að vera úti í og þú uppi mamma...uuu skil ekki

Ynja mín þurfti nú ekki mikið til að synda sko þvert yfir tjarnirnar. Enda er Róma mamma hennar sko fræg fyrir sundtök austan lands;)


Gleðin skein af hverju trýni í þessari ferð og mikið átti ég þreytta seppa eftir daginn.

Myndasmiðurinn minn var trigger óð en ef þið viljið skoða allar myndirnar þá er það hægt 
HÉR

Þangað til næst Dísa Mæja....sem á ennþá blauta hunda

17.07.2008 12:12

Hæ hó

                         Dísa og Leirdalsgengið
   

Ég átti afmæli 4.júlí og fékk þessa rosalega skemmtilegu mynd frá Sjönu vinkonu. Hún er eftir Listakonuna Hildi Harðar.Ég er svo ánægð með hana...nær sko alveg stemmningunni.
Fyrir ykkur sem eruð alveg blind þá er þetta Ég og hundarnir mínir ;)

Svo fékk ég líka Jólabjöllu með enskum cocker á frá Siggu,einungis til 15 í heiminum. Ekkert smá flott.

Svo auðvitað fékk mar fullt af fleiri gjöfum..en þetta er svona hundatengt.

Hér eru allir bara í sumarskapi. Þórir er í fríi á leikskólanum þannig að hann er núna í vist hjá uppáhaldinu sínu henni Karen. Þau eru svo yndisleg saman. 

Ég set inn myndir við tækifæri...frá sýningunni og síðustu dögum.

Bestu kveðjur Dísa Mæja ....sem er að fara í sólbað
  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698587
Samtals gestir: 215342
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 03:10:10
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu