Færslur: 2008 September

28.09.2008 20:55

English Cocker spaniel of the year 2008

Eigum við eitthvað að ræða þessa tík....

Leirdals Fagurklukka 4 sýningin í röð sem tíkin vinnur !

Leirdals Fagurklukka "Fjóla" BOB 1 með meistarastig og Cacib og BIG 4

Fjóla hér BOB 1

Dan-L´s Benjamin Britten gekk alveg glimrandi vel 2 Besti rakki tegundar með meistaraefni og vara Cacib !

Siberian Husky tíkin okkar hún Múla Ynja varð 2 Besta tík tegundar með meistaraefni og vara Cacib!


Leirdals ræktun vill þakka kærlega fyrir frábæra sýningarhelgi og framúrskarandi sýningarár. 

Bestu kveðjur og þangað til næst.. Þórdís ( sem er búin að para Britten og Sölku)

19.09.2008 10:55

Er ekki komin tími á smá fréttir ?!

Já komiði sæl og blessuð...

Ansi er orðið langt síðan að kom almennilegt blogg hér á þessum bæ.

Við erum búin að brasa heilmikið hér í sumar en það sem stóð upp úr var Eyja-ferðin í ágúst mánuði.
Okkur fjölskyldunni boðið í skírn hjá Inga bróðir Gumma og hans frú henni Birnu,eignuðust þau gullfallega stelpu í byrjun sumars. Hún fékk það fallega nafn Katrín Alda í höfuðið á báðum ömmum sínum.


Hérna eru frændsystkinin Sunna Líf,Katrín Alda og Þórir


Litla Leirdals fjölskyldan


Þetta var mín fyrsta ferð til Eyja og ég verð að segja að ég skil ekkert í mér að hafa ekki farið áður.

Elsku Birna og Ingi,,,Takk fyrir frábæra helgi;)

Við hjónin skelltum okkur Mallorca nú á haustdögum og var það önnur snilldarferð.
Hiti og sól í 8 daga.


Sundlaugagarðurinn á hótelinu okkar.

Fórum í Carrefour sem er bara snilldar verlsunarkeðja á Spáni og Mallorca og þar fæst allt og þá meina ég ALLT !

Þar í einu horninu var gæludýr til sölu og viti menn þar voru enskir cockerar. Einlitir brúnir;)

En það fyndna við þetta allt saman var að ég stóð auðvitað með nefið upp að glerinu að reyna að smjútsast í þeim þegar að írsk hjón koma og segja mér að þau hefðu keypt þau bæði og þau voru svo ánægð með þau að ég efast ekki um að þau fái gott líf í Írlandi ;)Jæja nú er komin nettur fílingur fyrr haust sýningu Hrfí 2008.
Leirdals Fagurklukka "Fjóla", Dan-L's Benjamin Britten "Britten" og Múla Ynja eru skráð á sýninguna.
10 enskir cockerar skráðir til leiks og (haldið ykkur) 43 huskyar !!     
Ja hérna hér segi ég nú bara;S

Vil líka benda á tvær nýjar heimasíður http://123.is/bjargasteins/ (Labbahvolpar að fara að koma)
og hin er http://123.is/icetindra/ (Schafer)

Þangað til næst...Dísa Mæja sem á eina lóðatík ...(Já gott fólk Salka er að lóða;)01.09.2008 14:07

Sýningarþjálfun

Teacher Dog/Puppy (Brown)    Teacher Golden Retriever (light)
Sýningarþjálfun í Keflavík
fyrir hundasýningu HRFÍ 27. og 28. september 2008 verður í reið­höllinni (bláu) við Mánagrund  miðvikudagana 10., 17. og 24. september.

Gjald kr. 500 í hvert sinn.

10. sept.           kl. 18

17. sept.           kl. 18 - litlir hundar
                          kl. 19 - stórir hundar       

24. sept.          kl. 18 - litlir hundar
                         kl. 19 - stórir hundar

Sigríður Bílddal 
Þórdís María Hafsteinsdóttir

  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698587
Samtals gestir: 215342
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 03:10:10
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu