Færslur: 2008 Desember

24.12.2008 11:56

Jólin koma...

LEIRDALS RÆKTUN VILL ÓSKA

ÖLLUM

GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR

Á KOMANDI ÁRI.                          

                                          
Christmas Black Parti Cocker

Við sendum einnig okkar bestu afmæliskveðjur til Blóma-gotsins okkar sem fæddist 24.12.06.

18.12.2008 13:54

Skottin

Ég ákvað að prufa að gefa þeim að borða og svona sjá hvernig það myndi ganga fyrir sig.


hérna er Ófeigur að fá að kynnast mat..hmmm fannst þetta eitthvað voðalega skrýtið fyrst

Svo fannst honum þetta mjög fínt


Svo kom Líf og dembdi sér beint ofaní dallinn eins og hún hafi aldrei gert neitt annað.


En eftir svona mikið át er gott að fara að lúlla sér...Þannig eins og þið sjáið gengur ofslega vel og þau eru auðvitað langfallegust í geiminum"!

Þangað til næst Dísa Mæja

13.12.2008 10:51

Bollurnar

Jæja er ekki komin tími á smá myndir og pínu updeit frá okkur hérna?!

En Líf og Ófeigur eru núna búin að opna augun og farin að labba Very Happy
og bæði orðin um 1 kg Cool sko algjörar bjútíBOLLUR"!

Salka er hin hressasta og farin að heimta að koma niður þegar við erum að borða kvöldmat..(pabbi hennar vorkennir henni alltaf svo mikið að hún borðar liggur við af gafflinum hans) 


Hérna er hún Líf

og svo ÓfeigurHérna voru þau nýbúin að drekka vel hjá mömmu sinni og sko ekki í stuði fyrir myndatöku..þannig að ég set inn fleirri myndir af þeim seinna þegar að þau eru í stuðinu !

05.12.2008 10:24

Líf og Ófeigur

Já þau Líf og Ófeigur bera svo sannarlega nafn með rentu. Þessir gullmolar eru svo dugleg og braggast mjög vel. Ég er búin að vigta þau á hverjum degi og þau tvöfölduðu fæðingarþyngd sína á 5 dögum..geri aðrir betur!

Í dag ..Degi 10 var Líf 684gr og Ófeigur 720gr, sem segir mér það að þetta eru sko algjörir trukkar"!
Enda kannski ekki skrýtið þar sem þau eru nú bara tvö ein á mjólkurbarnum;)


Leirdals Líf

Leirdals Ófeigur

Salka er ótrúleg..það er ekki að sjá á henni að hún hafi næstum dáið. Hún er svo hress og kát og þrífur þessi grey hátt og lágt og liggur hjá þeim öllum stundum og leyfir þeim að súpa.

Þessi tík mín er yndisleg í alla staði og ég er svo ánægð með hana.Hún á svo stóran stað í hjörtum okkar allra hér heima og ég þakka Guði fyrir að hún sé fighter og barðist fyrir sínu lífi í aðgerðinni. Þetta er drottningin á bænum..sem við öll elskum.

Ég setti inn myndir af Líf og Ófeigi sem þið getið séð 
HÉR
  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698620
Samtals gestir: 215347
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 04:13:41
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu