Færslur: 2009 Febrúar

13.02.2009 08:50

ATH

Augnskoðun 8. - 9. maí 2009

Dýralæknirinn Finn Bøserup frá Danmörku augnskoðar hunda í Sólheimakoti 8. - 9maí n.k.

Tímapantanir fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun kostar 5.200.- fyrir hund og er aðeins fyrir virka félagsmenn í HRFÍ. 

Takmarkað pláss er í hverja augnskoðun og rennur skráning út viku fyrir auglýsta skoðun.

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur sérreglur ræktundardeilda fyrir "ykkar" hundategund.

Tvisvar sinnum á ári koma hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda.

Dýralæknirinn augnskoðar hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Úr lögum HRFÍ

  • Áður en hundur er augnskoðaður, mjaðma- og/eða olnbogamyndaður, skal hann örmerktur (húðflúr).
  • Auk þess skulu hundar sem taka þátt í viðburðum á vegum félagsins t.d. sýningum, veiði- hlýðni og sporaprófum svo og skapgerðarmati, einnig vera örmerktir (húðflúr).
  • Þetta ákvæði gildir fyrir alla hunda, óháð fæðingardegi.
  • Sé þetta ákvæði ekki uppfyllt hefur hundur, ekki rétt til þátttöku.
  • (Gildir frá 1. janúar 2004).

11.02.2009 10:21

Sýningarþjálfun

Sýningarþjálfun í Keflavík

Sýningarþjálfun fyrir vorsýninguna verður í gömlu reiðhöllinni (bláu) við Mánagrund á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagur 10. febrúar kl. 19 - Allir hundar
Þriðjudagur 17. febrúar kl. 19 - litlir hundar, kl. 20 - stórir hundar
Þriðjudagur 24. febrúar kl. 19 - litlir hundar,  kl. 20 - stórir hundar

Hver tími kostar kr. 500.


Sigríður Bílddal
Þórdís María Hafsteinsdóttir

  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1478163
Samtals gestir: 193566
Tölur uppfærðar: 31.10.2020 04:44:08
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu