Færslur: 2009 Júlí

24.07.2009 09:45

Börnin hennar Memphis

emoticon Hvolpar emoticon

Í gær 23.júlí fæddust 7 hvolpar undan Memphis og Britten"!

6 tíkur og 1 rakki

Blue roan,lemon roan og orange roan hvolpar

16.07.2009 13:46

Fæðingarsaga Ynju

Jæja nú ákvað ég að gefa mér tíma og blogga um fæðingarsöguna hennar ynju.

Ég vil benda ræktendum,parendum,framleiðendum að lífið er hverfullt og við eigum við lifandi einstaklinga og aldrei skal það gleymast.

Ég skil ekki af hverju tíkurnar mínar eru svona óheppnar"!!

Fullt af skítapakki úti í bæ sem ekkert pælir og heldur að það græði bara peninga á ræktun og hvað...ekkert kemur fyrir þar"! Ekki misskilja mig ég er ekki að óska dýrum þessa skítapakks að lenda í svona aðstæðum en Guð veit að hann þarf ekki að sýna mér þetta aftur og aftur að þetta getur verið upp á líf og dauða að para tíkina sína.
Fullt af fólki sem kallar sig ræktanda en hefur aldrei komið með got einu sinni"! Fullt af fólki sem kaupir sér dýr eingöngu til að fara að rækta en ekki til að eiga ánægjustundir með dýrinu,fullt af fólki sem ákveður að vera ræktandi án þess að búa með sinni tegund í mörg ár og fullt af fólki sem á hunda úti í skúr og sinna þeim ekki"!
Mér finnst þetta bara svo ósanngjarnt þegar að ekkert virðist koma fyrir hjá þeim sem virkilega þurfa lexíu í þessari deild"!

En....

Síðasta fimmtudag var Ynja byrjuð í rembing kl 12:00 á hádegi. Þegar að kl var að ganga 16:00 og engin hvolpur komin var það ákveðið í samráði við dýralækninn hér í Keflavík að bruna með hana í bæinn þar sem þetta væri ekki að ganga.

Ég og Sjana (guð blessi þessa yndislegu konu) drifum tíkina í bílinn og viðtók að okkur fannst ein lengsta bílferð til Reykjavíkur til þessa. Við komum inn á Dýrapítalann í Grafarholti rétt fyrir 17:00 og við okkur tóku Ellen dýralæknir og Kolla hjúkka.

Fljótlega eftir skoðun kom í ljós að ekki var allt með felldu og tíkin gæti ekki komið frá sér hvolpunum. Alveg sama hvað hún reyndi þessi elska þá komst hvolpurinn ekki út. Nú voru góð ráð dýr þar sem ekki er hægt að taka keisara ef að hvolpurinn er kominn í grindina. Þannig að Ellen tók á að það ráð að reyna að aðstoða tíkina með því að reyna að fara upp og toga hvolpinn út með næstu hríð. Það gekk ekki betur en svo að næsta hríð kom og þá rifnaði belgurinn og þá fann hún ástæðu þess að tíkin kom honum ekki frá sér..Meyjarhaftið var ennþá til staðar og það var svo þykkt og seigt að það myndaði vegg þannig að hvolpurinn komst neitt. En nú var komið babb í bátinn þar sem hvolpurinn var ekki lengur í belgnum og var því ekki að fá súrefni frá móður og því þurfti Ellen að halda fæðingarveginum opnum til að hvolpurinn gæti andað og reyna að klippa meyjarhaftið já eða rífa það ásamt því að reyna að toga hvolpinn út"!

Á meðan þessu öllu stóð vorum við Kolla og Sjana að halda tíkinni og áttum við fullt í fangi með það þar sem sársaukinn sem þessu öllu fylgdi fyrir tíkina hefur verið óbærilegur"!  Við héldum á tímabili að augun ætluðu út úr henni og eða hún fengi hjartarstopp af sársauka og hræðslu"!
Tilfinningin fyrir mig sem eiganda að horfa á fallegu tíkina mína í svona miklli kvöl er hræðilegri en ég get lýst hér.

Rétt fyrir 19:00 fæddist fyrsti hvolpurinn og þökk sé Ellen þá var hann lifandi,fullkominn mini Blanco. En áreynslan og sársaukin var svo mikill fyrir Ynju að hún var varla í ástandi til að sinna honum. En þessi elska þrátt fyrir mikin blóðmissi og gífulegar raunir vildi hún fá hvolpinn sinn og sinna honum.

Næsti strákur fæddist tæpum klukkutíma síðar og næsti eftir hálftíma og næsti hálftíma síðar. Síðan tók við gott stopp þar sem tíkin var svo þreytt og illt að hún gat ekki meir.

Um 00:30 og við enn á spítalanum fæddist andvana hvolpur.Allt var gert til að koma honum í gang en allt kom fyrir ekki..

eftir þetta var allt gert til að koma tíkinni meira af stað til að ná restinni út en Ynja mín var svo mikið þreytt og mikið kvalin að hún gafst upp og vildi ekki rembast meira. Á endanum þurfti Ellen að gera hið sama við síðustu tvo hvolpana eins og með fyrsta eða að fara inn og nánast rífa þá út. 

Nú veit ég að margir eru að hugsa..bíddu ég hef oft hjálpað hvolpi út...en people við erum að tala um þetta var eins og á rollum hálf hendin inni í leginu á tíkinni"!!

Ellen er frábær dýralæknir og gerði bara nákvæmlega það sem þurfti að gera til að halda lífi í tíkinni og hvolpunum hennar og verð ég henni ávalt þakklát.

En eins og þið sjáið þá var þetta helber martröð fyrir Ynju mína að ganga í gegnum og þegar að við komum heim notabene 12 klst síðar þá tók við hægur bati fyrir Ynju.

Nú er hún samt öll að braggast mjólkin er að koma aftur í spenana þar sem hún varð svo mikið veik í kjölfar fæðingarinnar að hún fékk tæpan 40 stiga hita og missti mjólkina niður þannig að viðtóku vöku nætur hjá mér að gefa hvolpunum pela og reyna að hjúkra fárveikri tík"!

En eins og áður kom fram er hún öll að koma til en ég gef samt hvolpunum ennþá ábót á pela en vonandi verður hún farin að mjólka og hressast sjálf innan nokkra daga.

En svona var fæðingarsagan hennar Ynju.

Ég vil nota tækifærið að þakka Ellen og Kollu fyrir alla hjálpina og enn og aftur að þakka Sjönu fyrir að vera ..já fyrir að vera Sjana;)

Þangað til næst Dísa Mæja

11.07.2009 12:53

Husky hvolpar

Fæddir eru 4 rakkar og 2 tíkur undan Ynju og Frosta"!  Fæddust þau 09.07.09.

Móður og hvolpum heilsast vel


Bestu kv Dísa Mæja...sem vill þakka yndislegustu konu í heimi fyrir alla hjálpina...henni Sjönu minni..lov jú hon"!;)
  • 1
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698620
Samtals gestir: 215347
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 04:13:41
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu