|
|
Færslur: 2009 Nóvember28.11.2009 10:38ÓtitlaðLeirdals ræktun vill kynna 3 nýja hunda sem bæst hafa í hópinn okkar. Leirdals Danske Sören Sören 4 mánaða Sören 4 mánaða Leirdals Elju Huginn Huginn að verða 5 mánaða Og síðast enn ekki síst Leirdals Elju Yrja Yrja að verða 5 mánaða Bestu kv Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja 26.11.2009 09:07Ófeigur og Líf 1 ársFyrir einu ári síðan fæddust 2 gullfallegir hvolpar hjá okkur í Leirdals ræktun,Leirdals Líf og Leirdals Ófeigur. Í tilefni afmælis þeirra ákvað ég að setja inn færsluna sem ég ritaði fyrir ári síðan um komu þeirra í heiminn"! Hér er svo mikið að segja að ég vona að ég nái að koma því öllu frá mér á rit. Á miðvikudaginn var mikil spenna í loftinu og mikil eftirvænting þar sem Salka var skráð þann dag. Morguninn leið og sá ég að tíkin væri byrjuð með hríðar sem alltaf jukust. Ég hljóp til að koma tíkinni í hvolpakassa og gera allt kósí og fínt fyrir hana. Hringdi í Auði sem ætlaði að hjálpa mér með Þórir nú eða hina fjóra hundana á heimilinu.Um hádegi var komin rembingur og vorum við nú alveg viss um að nú væri fyrsti hvolpurinn að líta dagsins ljós. Allt kom fyrir ekki..tíkin var að kveljast..eftir nokkra stund datt sóttin alveg niður og allur rembingur. Salka stóð bara upp fór út að pissa og aftur inn og var hin hressasta. Ég hringdi í dýralæknir sem fullvissaði mig um að þetta væri nú eðlilegt..Já ..já sagði ég treg.. Sóttin byrjaði aftur og byrjaði hún að rembast en þá byrjaði hún að garga að labba í hringi..okkur var ekki farið að lítast á blikuna þarna og tíkin orðin verulega þreytt. Við hringdum aftur í dýra og ég sagði að þetta væri ekki eðlilegt og sagði hann mér að koma strax með hana. Við brunuðum með tíkina til dýra og það var eins og það var eins og hendi væri veifað..um leið og við komum inn þá var tíkin hin hressasta vildi bara spæja pleisið og ég leit út fyrir að vera móðursjúkur eigandi. En tíkin var skoðuð og ákveðið var að fara með hana strax í keisara. Við fórum því heim og biðum frétta við símann. Síminn hringdi looooksins kl 23:30 og máttum við koma að sækja tíkina og hvolpana hennar en hann varaði mig við og sagði að þetta hefði verið mikið stærri aðgerð en þau áttu von á. Ég get ekki líst tilfinningunni sem ég fékk þegar að ég labbaði inn hjá Dýra þegar að við sáum Sölku liggjandi á gólfinu með næringu í æð og í krampakasti. Ég sá bara..ég heyrði ekkert..ég bara stóð eins og frosin og horfði. Þegar ég loksins fékk heyrn þá heyrði ég að legið hafi snúist við og þetta hafi verið verulega ljót og erfið aðgerð. Miklar innvortis blæðingar og og áverkar á innyflum. Legið var það illa farið að það þurfti að fjarlægja það. Við vorum frosin. Við fórum heim með tíkina og hvolpana í legokassanum hans Þóris. Fyrsta nóttin tók við og ég var á vakt að hlú að Sölku sem skalf og titraði af miklum blóðmissi. Fyrsti hvolpurinn dó þá nótt. Við tók erfiður dagur,Salka sárþjáð og ég að reyna að kynna hana fyrir hvolpunum. Nei takk þessa ljótu hamstra vildi hún ekki sjá. Þannig að viðtók pelinn. Ég fór í hlutverk móður.Gefa þeim á tveggja klukkutíma fresti og nudda þá og örva til að kúka. Aðfaranótt föstudags lést annar hvolpur hjá okkur,hún var of máttvana.Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að halda í henni lífi en allt kom fyrir ekki. Það var mikil sorg á heimilinu. En öll él birtir upp um síðir og Salka er farin að hressast og farin að gefa þeim spena og þrífa þessu ljótu hamstra sem allt í einu,eru kannski ekkert svo ljótir... Í dag heilsast móður og börnum vel. Hún liggur í kassanum hjá þeim og þrífur þau leyfir þeim að dröslast á sér. Þetta hafa verið mjög viðburðaríkir dagar hér hjá Leirdals ræktun og skipst á skin og skúrir. Ég vil líka þakka öllum sem hafa hringt í okkur og sent tölvupósta innilega fyrir. Það er svo gott að finna fyrir samhug og hlýju frá ykkur. Ég vil líka þakka Sjönu fyrir alla hjálpina. ![]() Elsku Líf og Ófeigur innilega til hamingju með daginn ;) Bestu kv Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja 12.11.2009 20:04ÓtitlaðVerð að fá að monta mig enn meira af þessu"! 1. Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 284 Gestir í dag: 48 Flettingar í gær: 324 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1203173 Samtals gestir: 161448 Tölur uppfærðar: 16.2.2019 15:26:01 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is