Færslur: 2010 Mars

27.03.2010 12:36

Sýningarárið mikla 2010

Crufts 2010

2010 er árið sem ég looooksins fór á Crufts"!  Ég er búin að vera á leiðinni frá því 99 en þá áttum við Sigga Bíldd miða og flug en þá kom upp gin og klaufaveiki og hætt var við ferðina.

Þetta er mögnuð upplifun og ég held að ég verði að fara aftur,kannski ekki að ári en pottþétt 2012.


Hérna eru golden dansflokkur með atriði,margir gamlir goldenar þarna og ég fékk alveg tár í augun að horfa á þá.
Ótrúlegt hvað mar getur orðið meyr þegar kemur að tegund sem á stóran stað í hjartanu.


Þetta er inni í einni höllinni. Þær voru 5 talsins og eru hver og ein þeirra á stærð við Egilshöllina.


Nú auðvitað var ég ekki bara á sýningunni allan daginn,fór smá að versla. En þetta er mollið við New street.


Það var mikið borðað og drukkið í þessari ferð. Hérna eru Sigga og Sússa á Bella Italia sem var bara fjandi fínn veitingastaður.


Við vorum 9 eitt kvöldið úti að borða og hérna sést í Magneu og nefið á Danna.Þetta er fyrir utan eina höllina, bara ALVEG eins og í Víðidalnum"!

Frábær upplifun

Þangað til næst Dísa Mæja18.03.2010 21:45

Hrfí sýning

Sýningin 27-28 febrúar 2010


Til vinstri er ISShCh Stardew Moving Mountains BOB, ásamt sýnanda sínum og öðrum eiganda, Margréti Steindórsdóttur. Til vinstri er ISShCh Leirdals Fagurklukka BOS, ásamt eiganda sínum og ræktanda, Þórdísi Maríu Hafsteinsdóttur. Dómari er Angel Garac Domech.     

ISShCh Leirdals Fagurklukka varð besta tík tegundar og varð annar besti hundur tegundar og tók sitt 3 Alþjóðlega meistarastig og fékk verðugur meistari "!

Besti hvolpur tegundar var Leirdals danske Sören, systir hans Leirdals Danske Tove fékk heiðurðsverðlaun og varð besta hvolpatík tegundar.
Leirdals Úlfaspor fékk exl og meistaraefni og varð 3 besti rakki tegundar og Leirdals Vitra Ugla fékk exl og meistaraefni og varð 3 besta tík tegundar.

Glæsilegur árangur Leirdals cockeranna á þessari sýningu.


Leirdals Elju Huginn

Leirdals Elju Huginn varð 2 besti rakkahvolpur tegundar í 6-9 mánaða og fékk heiðursverðlaun og frábærar dóm"! Leirdals Elju Myrkvi varð 3 besti rakkahvolpur tegundar með heiðursverðlaun.

Dómurinn hans Hugins

Very attractive puppy
The most beautiful head and expression.
Good earset,good bite,very nice topline
Good body,could have little more forchest
Very nice rear,exelent coat quility and very nice colour
moving very well
Very promising!


Múla Ynja

Very nice female
She is very feminen,exelent in size
She has the most beautiful head,very nice oval eyes,
well set ears,nice musk(veit ekki hvað er,held að þetta eigi að vera mussle,sem sagt trýnið)
good front,very beautiful topline,good body
easy mover,great coat and tail.


Múla Ynja fékk exl og meistaraefni og endaði sem 4 besta tík tegundar.
Frábær árangur og erum við mjög sátt við sýningarhelgina.

Þangað til næst Dísa Mæja

  • 1
Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 894
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1698740
Samtals gestir: 215353
Tölur uppfærðar: 9.12.2021 04:45:55
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu