Færslur: 2010 Júní

21.06.2010 18:00

júní

Gott gengi á júní sýningunni og í augnskoðun

Já það var gott gengi á júní sýningu Hrfí núna síðast. Unnum ekki að þessu sinni en það er í fyrsta skipti sem Fjóla vinnur ekki tíkurnar. Hún var í öðru sæti. En svona er þetta bara.

Fjóla fékk sem sagt exelent meistaraefni og varð önnur besta tík tegundar.

Britten fékk exelent og varð í 1 sæti í opnum flokki.
Erla sem er með Britten sýndi hann og var að sýna í fyrsta skipti og verð ég að segja að henni gekk glimrandi vel með kappann"! Ég hef sjálf verið í vandræðum með að fá hann til að hætta að horfa á gólfið en hann var með fulla athygli á Erlu allan tímann""!  Yndisleg teymi þar á ferð;)

Glanni (sonur Fjólu og Britten) fékk exelent,meistaraefni og varð 2 besti rakki tegundar.

En cockerunum gekk misvel á sýningunni en dómarinn að þessu sinni var frá Grikklandi (þar sem cockerarnir líta augljóslega eitthvað öðruvísi út en hér á landi!)

Huginn var sýndur og fékk umsögn en engann dóm þar sem hann vildi ekki hlaupa í hringnum blessaður drengurinn,mömmu hans til mikilllar gleði eða hitt þó heldur"!

Ég ákvað á síðustu stundu að sýna ekki Ynju þar sem hún var eins og chinese crested í hárafari;)

Það voru augnlæknar á sýningunni og fórum við með Fjólu,Britten og Huginn í skoðun og öll eru þau með hrein og fín augu.

Leirdals Ófeigur fór líka í augnskoðun og er hann clear. Verður hann paraður við Memphis á næsta lóðarí.


Þórir á 17 júní 2010 (Fyrir ömmu í Ameríku)

Svo er bara ekkert annað en The World dogshow í Herning í Danmörku og að sjálfsögðu er mín að fara út"!  Ég fæ að vera með ræktandanum af Memphis og Britten henni Helle Dan Palsson og hlakka ég mikið til ferðarinnar"!

Ég lofa að taka fullt af myndum og set inn þegar að ég kem heim"!

Au revoir Dísa Mæja..


  • 1
Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 808
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 1576073
Samtals gestir: 202545
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 16:58:59
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu