|
|
Færslur: 2011 Mars08.03.2011 10:30HVOLPARBúið er að para ISSCH Leirdals Fagurklukku og Dan-l´s Benjamin Britten. Þeim hefur báðum gengið vel á sýningum Hrfí,þau eru bæði augnskoðuð og bæði Optigen A og Fn clear ! Fjóla og Britten Þetta er endurtekin pörun og eru hvolparnir úr fyrra goti 2 ára gömul. Þeim hefur gengið vel á sýningum,einn er notaður mikið í veiði,önnur í björgunarsveit og umfram allt heilbrigðir og yndislegir heimilishundar. Þeir sem hafa áhuga á hvolpum úr þessu goti vinsamlega hafið samband í síma 868-9455 eða á leirdals@leirdals.is Skrifað af Dísa Mæja 06.03.2011 15:48Hrfí sýning Feb 2011Missý dóttir Brittens Besti hvolpur tegundar og var 4 besti hvolpur sýningar! Leirdals Bláklukka eða Bella,hryllilega lík mömmu sinni henni Sölku. Þá er síðasta Alþjóðlega stigið komið í hús hjá Fjólu og er hún því orðin íslenskur og alþjóðlegur meistari.Fjóla er fyrsti Leirdals hundurinn sem hlýtur þennan heiður. Ég sýndi að þessu sinni hana Missy dóttir Brittens og endaði hún sem fjórði besti hvolpur sýningar! Ég sýndi líka hana Bellu(Leirdals Bláklukku) og fékk hún EXL,meistaraefni og varð 3 besta tík tegundar! Fjóla kom sá og sigraði og fékk EXL,meistaraefni,og síðasta alþjóðlega stigið sitt og var Besta tík tegundar. Úrslitin í besta tík var,1) ISSCH Leirdals Fagurklukka,2) Manacas year in year out,3) Leirdals Bláklukka,4) Leirdals Vitra Ugla. Leirdals var sem sagt að massa þessa sýningu eins og Gillz vinur minn segir ;) Leirdals Fagurklukka "aka" Fjóla komin á borðið. Fjóla á ferðinni. Fjóla besta tík tegundar og fékk síðasta Alþjóðlega stigið sitt! Leirdals afkvæmahópur 2 besti afkvæmahópur sýningar! Ég sýndi á sunnudeginum husky-ana mína og Múla Ynja fékk EXL, Leirdals Elju Yrja EXL,Leirdals Elju Huginn EXL,meistaraefni og varð 4besti rakki tegundar! Ákvað á síðustu stundu að vera með afkvæmahóp( Þar er sem sagt móðir eða faðir sýnt með afkvæmum) og fórum við í úrslit sýningar á rauða dregilinn og lentum við í 2sæti þar! Ég er endalaust stolt af Ynju og hennar afkvæmum. Þangað til næst Dísa Mæja....sem fer bráðum að uppfæra væntanleg got :) Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 230 Gestir í dag: 47 Flettingar í gær: 324 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1203119 Samtals gestir: 161447 Tölur uppfærðar: 16.2.2019 14:54:53 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is