Færslur: 2011 Júní

22.06.2011 19:58

Leirdals danske Ingebritt (Sunna)

Enska cockerinn er hægt að nýta í margt,í veiði,sem heimilishund og já eins og Sunna sýnir hér ,sem mótorhjólapíu!

Þetta er sem sagt hún Sunna að mótorhjólast með pabba sínum og eru þau rosalega dugleg á sumrin að hjóla og skoða landið.
Hún er í sérstakri tösku fyrir hunda sem fara með á hjólin og er taskan síðan kyrfilega fest á sætinu;)

Er lífið ekki yndislegt þegar að mar er enskur cocker ?!!


19.06.2011 18:04

Hvolparnir úti í góða veðrinuFleiri myndir í Fjólu hvolpar 2011 ;)

05.06.2011 19:05

Sýningar og augnskoðun

Sumarsýning Hrfí var haldin með pompi og prakt helgina 4-5 júní og að sjálfsögðu sýndi ég einhverja hunda sem ég á eða eru frá minni ræktun.

Laugardagur Siberian husky

Leirdals Elju Huginn vann unghundaflokkinn og fékk exl og meistaraefni og endaði sem 3 besti rakki tegundar! Glæsilegur árangur hjá honum en hann verður ekki 2 ára fyrr en í júlí. Hann fór einnig í augnskoðun og að sjálfsögðu er hann hann með clear beautiful eyes eins og augnlæknirinn orðaði það;)

Leirdals Elju Yrja var í 2 sæti í unghundaflokki með exl og meistaraefni ;) Hún Alexandra fóstra hennar sýndi hana og gerði það með stakri prýði !

Leirdals Elju Vaka fór í augnskoðun og var með clear perfect eyes og eru því allir Leirdals Elju hvolparnir augnskoðaðir og allir fríir við augnsjúkdóma !!

Þetta eru yndislegar fréttir og er ég ótrúlega stolt og ánægð með alla husky hvolpana mína sem og eigendur þeirra;)

Sunnudagur Enskur cocker spaniel

Leirdals Úlfaspor var sýndur og fékk hann very good og góðan dóm og lenti í öðru sæti í opnum flokki. Hann fór einnig í augnskoðun og er hann með fullkomin augu og laus við alla augnsjúkdóma. Hann er optigen A og Fn clear .

Systir hans hún Leirdals Litla Fjöður var einnig sýnd og fékk hún exl og endaði sem önnur besta tík tegundar ! Dómarinn var mjög spar á exl og því vorum við Dóra fóstra hennar rosalega ánægðar með úrslitin. Dóra sýndi hana með stakri prýði og var umtalað hvað þær voru flottar í hringnum.
Hún fór einnig í augnskoðun og er hún eins og bróðir sinn með clear augu og er einnig Optigen A og Fn clear !


Þangað til næst Dísa
  • 1
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 515
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1552703
Samtals gestir: 200059
Tölur uppfærðar: 25.2.2021 15:29:40
clockhere

Upplýsingar

Nafn:

Leirdals ræktun

Farsími:

+354 868 9455

Heimilisfang:

Garðbraut 43

Staðsetning:

250 Garður

Heimasími:

+354 421 4619

Um:

Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!

Tenglar

Útlit hannað af Seddu