|
|
Færslur: 2014 Júní30.06.2014 08:20FréttirJæja komin tími á fréttir hjá okkur, mikið búið að gerast frá síðustu færslu. Það gengur rosalega vel með alla hvolpana á sínum nýju heimilum og eru þeir búnir flest allir að tvöfalda þyngd sína frá því þeir fóru að heiman :) Myndin er af Leirdals Sóley á nýja heimilinu sínu ;) Tj fór aftur heim til Bretlands 2.júní og komu eigendur hans til landsins og eyddum við viku saman uppí sumarbústað og skoðuðum við landið í leiðinni. Þessi mynd var tekin af Tj við Skógarfoss. Tvöföld sumarsýning Hrfí var haldin helgina 21-22 júní og skráðum við Viktor "Cockergold so u think u can dance" og fékk hann fyrsta meistarastigið sitt :) Eins og sést á myndinni þá var hellidemba en það var samt rosalega gaman að sýna báða dagana svona úti. Þetta er í fyrsta skiptið sem Hrfí er með útisýningu. Sýningin var haldin í Víðidalnum og gerðum við bara smá "útilegu" úr þessu og gistum við á tjaldstæðinu þessa helgi. Dagný og Brynhildur takk kærlega fyrir helgina :) 5 hvolpar fæddust hjá okkur laugardaginn 7.júní en því miður dó einn. Eru því 2 tíkur og 2 rakkar. Mamman er Leirdals danske Helle(Lily) og pabbinn er Travellers joy of malpas (TJ). Þetta er því síðasta gotið hans Tj á Íslandi en fyrsta gotið hennar Lilyar. Hvolparnir braggast vel og ég læt fylgja með eina mynd af þeim að fá að borða sjálfir Frekari upplýsingar um hvolpana er að finna í síma 868-9455 eða sendið mér póst á leirdals@leirdals.is Þangað til næst ...Dísa Mæja Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 745 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 738 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 1525264 Samtals gestir: 198687 Tölur uppfærðar: 26.1.2021 14:57:50 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is