|
|
Færslur: 2015 Maí25.05.2015 22:44Nýji meistarinn okkarTvöföld sýning Hrfí var haldin hátíðleg um helgina og mættum við Viktor galvösk. Dómarinn að þessu sinni var Marit Sunde og hún var mjög hrifin af honum. Einungis tveir hundar af 14 fengu exelent og meistaraefni og var viktor annar þeirra. Hann endaði síðan sem besti hundur tegundar og fékk síðasta meistarastigið sitt. Var það því mikill fögnuður hjá okkur þegar að síðasta stigið var loksins í höfn ! Hann varð því íslenskur meistari á þessari sýningu og ber því nafnið ISShCh Cockergold So U Think U Can Dance Viktor og ég að stilla okkur upp :) Viktor og Karri þeir einu sem fengu exelent og meistaraefni. Sætasti trúðurinn ,Vitti pitti eins og hann er oft kallaður hérna heima :) Skrifað af Dísa Mæja 15.05.2015 21:59Hvolpar !!Yndisleg tíðindi , elsku Viðjan (Leirdals Viðja) okkar er hvolpafull ! Viðja er algjörlega mesti gullmoli sem ég veit um. Hún er svo blíð og góð,róleg,ótrúlega hlýðin og fullkomin ;) Pabbinn er hinn eini sanni Viktor (Cockergold So U think U can Dance). Hann er mesti öðlingur sem fyrirfinnst, blíður og yfirvegaður. Hann er innfluttur frá Danmörku. Þau eru bæði Optigen A og Fn clear og einnig hefur þeim báðum gengið mjög vel á sýningum Hrfí. Þetta er þeirra fyrsta got. Ég bið þá sem voru búnir að setja sig á lista hjá mér fyrir þetta got að senda mér aftur póst á leirdals@leirdals.is Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 653 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 738 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 1525172 Samtals gestir: 198687 Tölur uppfærðar: 26.1.2021 14:34:23 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is