|
|
Færslur: 2018 Júlí12.07.2018 11:01Júní sýning Hrfí 2018Leirdals Raggi Sig eða Zorro eins og hann er kallaður heima hjá sér Ég hef alveg gleymt að setja inn úrslit síðustu sýningar Hrfí 9-10.júní. Báða dagana fengum við heiðursverðlaun fyrir ræktunar og afkvæmahóp og lentum sem annar besti afkvæmahópur sýningar á laugardeginum! Ég sem ræktandi mun lifa á þessu í dágóðan tíma og gefur þetta mér byr undir báða vængi að halda áfram í minni hugsjón.
Umsagnirnar sem Leirdals hundarnir fengu voru vægast sagt framúrskarandi. Hef bara aldrei fengið jafn mikið af Beautiful, attractive ,correct, outstanding og fleiri lýsingarorðum á nokkurri sýningu. Jafnframt fengu allir Leirdals hundarnir lof fyrir gott temperment! Ég bara gæti ekki verið stoltari. Þetta var tvöföld sýning og voru það Leirdals hundar báða dagana besti rakki og besta tík.
Laugardag Leirdals Raggi Sig varð besti hundur
tegundar,meistarastig,Reykjavík Winner 2018,og fékk Norðurlanda
stig,vann grúbbuna og síðar fjórði besti hundur sýningar! Leirdals Raggi Sig að vinna tegundarhóp 8 Leirdals Sóley Sunnudag Leirdals Raggi Sig varð besti hundur tegundar, fékk meistarastig og Alþjóðlegt meistarastig og varð þriðji í grúbbu. ![]() Skrifað af Dísa Mæja
Flettingar í dag: 745 Gestir í dag: 35 Flettingar í gær: 738 Gestir í gær: 43 Samtals flettingar: 1525264 Samtals gestir: 198687 Tölur uppfærðar: 26.1.2021 14:57:50 clockhere
|
Eldra efni
Upplýsingar Nafn: Leirdals ræktunFarsími: +354 868 9455Tölvupóstfang: leirdals@leirdals.isHeimilisfang: Garðbraut 43Staðsetning: 250 GarðurHeimasími: +354 421 4619Um: Þessi síða er tileinkuð okkar hundum og okkar ræktun. Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar!Tenglar |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is